Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 12:16:40 (2896)

1997-01-30 12:16:40# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[12:16]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála síðasta ræðumanni um að ég veit ekki hve mikið vit er í því að þjarka svona áfram á þessum nótum hér. Hins vegar var ég ekki sammála öðru sem hann kom fram með í sínu andsvari.

Það stendur skýrt hér að kvótinn getur ekki orðið sjálfstætt andlag veðsetningar. Þetta getur ekki verið skýrara og það er enginn að þjarka hér um hvort kvótanum sé hægt að úthluta á eitthvað annað en fiskiskip. Ég bara endurtek enn og aftur: Hér er ekki verið að færa auðlindina á hendur fárra aðila í neinum mæli og það er ekki verið að heimila veðsetningu á kvóta, alls ekki.