Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 12:19:48 (2898)

1997-01-30 12:19:48# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[12:19]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. að ég er andstæðingur veðsetningar á kvóta, en hér er ekki uppi neinn ótrúlegur orðaleikur. Ef við værum að leyfa veðsetningu á kvóta með þessu frv. skyldi maður halda að það veð ætti að halda þó að við breyttum fiskveiðistjórnarkerfinu, en það er alls ekki þannig. Við getum tekið upp breytingar hvenær sem er á þessu kerfi eftir að frv. er orðið að lögum án þess að bankar eða lánastofnanir, sem hafa veitt veð, hvernig sem þau hafa gert það, eigi einhverja kröfu á að fá það bætt. Ég tek þess vegna undir það að ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónar að við stöndum hér og þjörkum svona hvort við annað, ég og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. En ég sé að hann hefur áhuga á því að koma hérna upp einu sinni enn.