Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 15:35:21 (2936)

1997-01-30 15:35:21# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[15:35]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get vel skilið að hæstv. dómsmrh. hafi orðið fyrir vonbrigðum því að það eru gríðarleg vonbrigði þegar maður áttar sig á að maður er búinn að vaða í villu og svima um langt skeið. Það er eðlilegt að verða fyrir vonbrigðum þegar slíkt kemur upp.

Veiðirétturinn sem hér er settur að veði er vissulega trygging fyrir efndum á samningum. Um það snýst málið. Veðréttindi eru ekkert annað en trygging fyrir því að samningar verði efndir. Það er kjarni málsins. Og ég er alveg sannfærður um að eftir þennan orðastað sem ég átti við hæstv. dómsmrh. kemur hann mun betur undirbúinn til 2. umr.