Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 17:16:48 (2959)

1997-01-30 17:16:48# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[17:16]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar að því færri lög sem Alþingi Íslendinga setur, þeim mun betur farnast íslensku þjóðinni. Og síst hefði ég talið að hv. þm. Árni M. Mathiesen yrði í þeim hópi sem óskaði eftir því að við settum lög vegna einhvers konar vanda sem væri fyrirsjáanlegur og kynni e.t.v. að koma fram en hefur ekki enn komið fram. Ég skal ræða þetta við hv. þm. þegar vandamálið hefur bært á sér. Það hefur ekki gert það, ekki heldur fyrir smærri útgerðirnar. (ÁMM: Ég var að segja það.)