Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 17:21:54 (2963)

1997-01-30 17:21:54# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[17:21]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. sjútvrh. getur rétt til um hug minn í þeim efnum. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við eigum að bíða eftir því að þetta gerist. Við skulum láta Seðlabankann standa við þessa hótun sína. Ég lýsi því yfir að hjá lögfræðingi Landssambands ísl. útvegsmanna hefur komið fram að þetta breyti litlu fyrir þá.

Það er auðvitað mjög mikilvægt þegar slíkt kemur fram, að ég hygg tiltölulega nýlega eða undir lok síðasta árs, þrátt fyrir bréfið frá þessum tveimur ágætu bankastjórum Seðlabankans. Menn hljóta auðvitað að þurfa að skoða það í ljósi þess bréfs.