Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 17:40:17 (2971)

1997-01-30 17:40:17# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[17:40]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir svör við einni af spurningum mínum, þ.e. að það sé enginn bótaréttur að hans mati. Ég vil bara benda á það að fyrr í dag komu ítarleg svör frá nokkrum lögfræðingum sem voru ekki sama sinnis. Ég sit í hv. allshn. og mun auðvitað sjá til þess að í gegnum þessi mál verði farið rækilega þar.

En ég ítreka aftur hinar spurningar mínar: Hvers vegna er ekki tekið á kvótabraskinu og hvers vegna, ef hæstv. sjútvrh. vill jafnræði á milli atvinnugreina, aðrar atvinnugreinar fá ekki frítt hráefni eins og sjávarútvegurinn fær?