Niðurskurður á fjárveitingum til sjúkrahúsa á landsbyggðinni

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 15:28:58 (2997)

1997-02-03 15:28:58# 121. lþ. 60.2 fundur 171#B niðurskurður á fjárveitingum til sjúkrahúsa á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), KHG
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:28]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég fagna yfirlýsingu ráðherrans. Héðan verður ekki aftur snúið. Samtals niðurskurður á næstu þremur árum verður því ekki meiri en 160 millj. samkvæmt yfirlýsingu ráðherrans sem fer með þessi mál fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Hins vegar eru tillögur þeirrar nefndar sem ég vitnaði til aðrar. Þær gera ráð fyrir sparnaði upp á 60 millj. á þessu ári, 120 millj. á næsta ári og 160 millj. árið 1999, samtals 340 millj. En ég fagna því að hæstv. ráðherra hefur þar með hafnað þessum fyrsta lið í tillögum nefndar heilbrrh. um niðurskurð eða hagræðingu í rekstri landsbyggðarsjúkrahúsa.

Ég vil ítreka síðari spurningu mína um frekari áform um niðurskurð sem kynnt eru í fjárlagafrv. á bls. 330. Þar er greint frá því að niðurstöður úttektar liggi fyrir þannig að ráðherra á að hafa vitneskju um hversu stór þau áform um frekari niðurskurð umfram þessar 160 millj. eru.