Niðurskurður á fjárveitingum til sjúkrahúsa á landsbyggðinni

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 15:30:39 (2999)

1997-02-03 15:30:39# 121. lþ. 60.2 fundur 171#B niðurskurður á fjárveitingum til sjúkrahúsa á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), KHG
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:30]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Þessar tillögur mega vel standa undir því nafni að vera vinnugögn í ráðuneytinu. Það eru nefndarálit fimm manna nefndar sem skipuð var og í sitja m.a. tveir alþingismenn, hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson og hv. þm. Jón Kristjánsson. Hann staðfesti við mig á fundi fjárln. í morgun að sá skilningur að niðurskurður á næstu þremur árum næmi samtals 340 millj. kr. væri réttur. Nú hefur hæstv. ráðherra hrakið þann skilning formanns fjárln. og ég verð að segja að ég fagna því, virðulegi forseti.