Bílastyrkur til fatlaðra og öryrkja

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 15:31:32 (3000)

1997-02-03 15:31:32# 121. lþ. 60.2 fundur 172#B bílastyrkur til fatlaðra og öryrkja# (óundirbúin fsp.), KPál
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:31]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vil beina spurningum til hæstv. heilbr.- og trmrh. sem varða fatlaða og öryrkja, um bílastyrk sem hefur verið veittur til þess hóps á undanförnum árum. Það gerðist við fjárlagagerðina 1995 að styrkur til þessa hóps var lækkaður um 63 millj. eða 36%. Fjöldi styrkþega lækkaði úr 650 niður í 385. Ég velti því fyrir mér, herra forseti, og spyr hæstv. ráðherra: Hvað var gert við þennan niðurskurð? Var mismunurinn notaður til að bæta hag fatlaðra á öðrum sviðum eða fór þessi niðurskurður einfaldlega í almennan niðurskurð á fjárlögum?