Undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 15:39:40 (3005)

1997-02-03 15:39:40# 121. lþ. 60.95 fundur 166#B undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga# (umræður utan dagskrár), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:39]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Eins og áður var tilkynnt hefst nú utandagskrárumræða. Málshefjandi er Rannveig Guðmundsdóttir. Efni umræðunnar er undirbúningur kjarasamninga. Forsrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 50. gr. þingskapa.

Forseti vill geta þess að samkomulag er milli þingflokka um að málshefjandi, ráðherra og talsmenn flokka hafi allt að 12 mínútur í fyrstu umferð. Í annarri og þriðju umferð hafi fulltrúar hvers þingflokks allt að sex mínútur. Ef tími vinnst til eftir þriðju umferð gefst fleiri þingmönnum færi á að taka til máls í allt að sex mínútur hverjum. Málshefjandi og ráðherra hafa svo allt að sex mínútur í lokin.

Andsvör verða leyfð, ein mínúta einu sinni og aðeins tveir þingmenn fá þó að veita andsvör hverju sinni við hverja ræðu. Andsvör verða þó ekki leyfð á eftir inngangs- og lokaræðum málshefjanda og ráðherra.