Undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 17:03:10 (3023)

1997-02-03 17:03:10# 121. lþ. 60.95 fundur 166#B undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga# (umræður utan dagskrár), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[17:03]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti fékk þær upplýsingar að reglan væri sú að í hvert sinn sem þingmaður eða ráðherra óskaði eftir að veita andsvar væri heimild til þess einungis einu sinni og í eina mínútu í senn. Því lítur forseti svo á að andsvörum hv. 5. þm. Reykn. sé lokið. En hins vegar gæti annar þingmaður óskað eftir andsvari við ræðu félmrh. að þessu sinni en það hefur ekki orðið og er því andsvörum lokið.