Undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 18:07:31 (3043)

1997-02-03 18:07:31# 121. lþ. 60.95 fundur 166#B undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga# (umræður utan dagskrár), KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[18:07]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Á allra næstu vikum gefst okkur tækifæri til að ræða um vinnumarkaðsaðgerðir og það mikla ríkisbákn sem hæstv. félmrh. ætlar að koma upp og Sjálfstfl. hefur kokgleypt. En hvað varðar lögin um stéttarfélög og vinnudeilur og hvernig þau hafa reynst, þá er alla vega komið í ljós að þær viðræðuáætlanir sem átti að gera áður en samningar rynnu út, hafa engu skilað. Það eru nánast allar vinnudeilur komnar til ríkissáttasemjara, þ.e. það hjakkar allt í sama farinu og áður.

En núna, hæstv. forseti, fer að reyna á næsta ákvæði og það er boðun vinnustöðvunar. Það verður afar fróðlegt að sjá hvort það kemur fram sem verkalýðsfélögin spáðu að með þeim breytingum sem búið er að gera verði verkföll langvinnari vegna þess að það er erfiðara að stöðva þau eftir að þau eru hafin.