Undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 18:08:37 (3044)

1997-02-03 18:08:37# 121. lþ. 60.95 fundur 166#B undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga# (umræður utan dagskrár), félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[18:08]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Frv. til laga um vinnumarkaðsaðgerðir var einróma niðurstaða af nefndarvinnu og þátt í henni tóku aðilar vinnumarkaðarins frá Vinnuveitendasambandi og Alþýðusambandi, frá BSRB og Vinnumálasambandi samvinnufélaganna svo og Sambandi ísl. sveitarfélaga. Það var fullt samkomulag í nefndinni um þetta mál og ég hreyfði ekki stafkrók áður en ég lagði það fram. Það er því ekki ástæða til að telja að þetta sé gert í blóra við verkalýðshreyfinguna.

Ég held að menn eigi að spara sér yfirlýsingar og meta þegar þessari kjarasamningalotu er lokið hvort sú lagabreyting sem gerð var í fyrravor hefur ekki verið til bóta.