Undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 18:15:07 (3046)

1997-02-03 18:15:07# 121. lþ. 60.95 fundur 166#B undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga# (umræður utan dagskrár), GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[18:15]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. fjmrh. fyrir að koma hingað og svara nokkrum af mínum spurningum. En því miður verð ég að segja að mér finnst svörin vera full almenn. Hann heyrði spurninguna reyndar ekki nákvæmlega. Ég spurði hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin hafi gert til að tryggja að þeir samningar sem nú fara í hönd stuðli að meira jafnrétti í kjaramálum heldur en fyrri samningar. Hæstv. ráðherra hélt því fram við breytingu á starfsmannalögunum í vor að það ætti að vera auðveldara nú með nýjum starfsmannalögum að koma í veg fyrir að sporslur og annað slíkt yrði kynbundið. Svörin eru þau að hæstv. ráðherra hefur mælst til þess að jafnrétti kynjanna verði gætt. En það er of almennt til þess að ég geti séð að það beri nokkurn árangur. Ég verð að segja í lok þessarar umræðu að starf ríkisstjórnarinnar að starfsmatsmálum, jaðarskattamálum og fæðingarorlofsmálum felst enn þá bara í orðum en ekki í aðgerðum og ég verð að láta í ljós mikil vonbrigði með það.