Landsvirkjun

Þriðjudaginn 04. febrúar 1997, kl. 18:47:05 (3072)

1997-02-04 18:47:05# 121. lþ. 61.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur

[18:47]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Við erum þó sammála um eitt, ég og hv. 9. þm. Reykn., að aðferðafræðin veldur tortryggni. Ég hef hins vegar farið ofan í efnisatriðin og reiknað þetta út sjálfur með annarri aðferð og sé að sú aðferð sem ég tel vera réttari nálgast mjög niðurstöðuna með hinni tortryggðu aðferð. Það vill svo einkennilega til. En ég held að það geti orðið býsna erfitt fyrir Landsvirkjun að uppfylla þau arðsemismarkmið sem eigendurnir hafa sett sér. Það er auðvitað algjörlega tengt verðlagsforsendunum og hugsanlega í framtíðinni markaðsforsendunum. Það eru þessi atriði sem verða auðvitað ríkjandi um arðsemi fyrirtækisins, rekstrarafkoman og markaðsaðstæðurnar eða verðið á raforkunni. Það verður ekki hjá því komist hjá Landsvirkjun frekar en öðrum fyrirtækjum. En hv. 9. þm. Reykn. sagði í sínu síðara andsvari að hann styddi auðvitað tillögur og málflutning 1. minni hluta. En þessa dagana er það ekkert sjálfgert að Alþfl. styðji málflutning sinna manna í nefndum. Í fyrri ræðu sinni lagði hann til og studdi að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. En það er ekki 1. minni hluti sem flytur brtt. eða frávísunartill. við frv., það er 2. minni hluti iðnn., hv. þm. Svavar Gestsson, sem flytur það. Hvorn minni hlutann ætlar hann að styðja? 1. minni hluta eða 2. minni hluta? (GÁS: Ég samþykkti náttúrlega báða ... )