Landsvirkjun

Þriðjudaginn 04. febrúar 1997, kl. 19:43:24 (3082)

1997-02-04 19:43:24# 121. lþ. 61.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., Frsm. meiri hluta StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur

[19:43]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. 9. þm. Reykn. spurði mig um markmið um arðgreiðslur. Það kom skýrt fram í máli hæstv. iðnrh. við 1. umr. þessa máls þar sem hann tók fram að arðgreiðslan væri víkjandi fyrir lækkun orkuverðs. Það kom strax fram í 1. umr. um málið.

Ég hef tekið undir þetta og það rösklega hér í dag vegna þess að ég hef reynt að kynna mér málið og hver staða þess væri. Það hefur hins vegar ekki farið fram hjá mér, og ég hef hlustað hér á þingmenn í allan dag, að þingmenn eru mér ekki allir sammála að nægjanlega skýrt sé talað. Það hefur ekki farið fram hjá mér.

Ég segi það eitt nú að ég hef heyrt efasemdir nokkurra þingmanna hvað þessu viðkemur og ég segi bara við hv. 9. þm. Reykn.: Við verðum að sjá og doka aðeins við hver framvinda málsins verður.