Landsvirkjun

Þriðjudaginn 04. febrúar 1997, kl. 20:02:41 (3086)

1997-02-04 20:02:41# 121. lþ. 61.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., Frsm. meiri hluta StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur

[20:02]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þarf nú ekki að deila mikið við ágætan samþingsmann minn, Ragnar Arnalds, um þetta mál. Ég vildi bara vekja athygli á því að það var í ráðherratíð hans, Alþýðubandalagsins, sem tekinn var upp sá siður að greiða arð til eigenda Landsvirkjunar. Ég var aðeins að koma þessu á framfæri, ekki hvað upphæðin var há. Það var í ráðherratíð Ragnars Arnalds og Alþb. sem þetta var tekið upp.