Landsvirkjun

Þriðjudaginn 04. febrúar 1997, kl. 20:33:02 (3092)

1997-02-04 20:33:02# 121. lþ. 61.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur

[20:33]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Í þeim viðræðum sem fram fóru milli eignaraðilanna var, eftir því sem ég best veit, ekki sérstaklega rætt hvort þetta væri skynsamlegt eða ekki. Ég hygg að eignaraðilarnir séu flestir því sammála að Ríkisendurskoðun geti haft aðgang að fyrirtækinu. Það er auðvitað ákvörðun Alþingis. Það er eðlilegast að í lögum um Ríkisendurskoðun sé skýrt kveðið á um hvar og með hvaða hætti Ríkisendurskoðun skuli hafa aðgang að þeim fyrirtækjum eða félögum, sameignarfélögum, eða hverju sem er í eigu ríkisins. Það er gert í þessu frv. eins og það liggur fyrir og ég vonast auðvitað til að það verði samþykkt.