Guðrún Sigurjónsdóttir fyrir BH

Miðvikudaginn 05. febrúar 1997, kl. 13:34:43 (3099)

1997-02-05 13:34:43# 121. lþ. 62.92 fundur 176#B Guðrún Sigurjónsdóttir fyrir BH#, Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[13:34]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hefur eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég vegna veikinda get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 2. varaþm. Alþb. og óháðra í Reykjavíkurkjördæmi, Guðrún Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþm. flokksins í Reykjavík.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Bryndís Hlöðversdóttir, 12. þm. Reykv.``

Þá hefur enn fremur borist svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda get ég ekki að þessu sinni tekið sæti Bryndísar Hlöðversdóttur á Alþingi sem 1. varaþm. Alþb. og óháðra í Reykjavík.

Guðrún Helgadóttir.``

Kjörbréf Guðrúnar Sigurjónsdóttur hefur verið rannsakað og samþykkt. Hún hefur hins vegar ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.