Vörugjöld á sportvörur

Miðvikudaginn 05. febrúar 1997, kl. 14:08:40 (3115)

1997-02-05 14:08:40# 121. lþ. 62.3 fundur 271. mál: #A vörugjöld á sportvörur# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., Fyrirspyrjandi KPál
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[14:08]

Fyrirspyrjandi (Kristján Pálsson):

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. fer hér með gamanmál um réttlætiskröfu sem ég held að í hugum þeirra sem eru að sækja á þetta mál, sé ekkert grín. Mér finnst að svör hæstv. ráðherra séu ekki þess eðlis að þau skýri í rauninni þann mismun sem er gerður á íþróttafólki og þeim hópum sem þurfa að kaupa sér tæki til að geta stundað íþrótt sína. Mér finnst því í sjálfu sér engin ástæða til að vera að blanda því saman við hugmyndir sem komið hafa fram um íslenskan her enda ekki neitt skylt. Ég held að skotveiðimenn hafi sýnt mjög mikla ábyrgð í öllum sínum gjörðum til þess að geta sinnt því hlutverki sínu að umgangast t.d. sporttæki eins og byssur með ábyrgum hætti. Ég þykist vita það að sumir hv. alþm. viti að skotveiðimenn fara á ákveðin námskeið áður en þeir fá leyfi til þess að bera vopn til veiða og kosta slík námskeið 8.000 kr. sem er í rauninni mjög mikið. Hafa þeir ekki séð eftir því að fara út í slíkan kostnað og hafa þar að auki lagt sig mjög fram um það að skipuleggja allt eftirlit með villtum dýrum í íslenskri náttúru og lagt út í mikinn kostnað þar að lútandi. Ég held því að hér sé um fullt alvörumál að ræða og ætla að biðja hæstv. fjmrh. um að taka á þessu máli af fullri ábyrgð.