Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 06. febrúar 1997, kl. 10:33:05 (3151)

1997-02-06 10:33:05# 121. lþ. 64.92 fundur 179#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur

[10:33]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Að loknu matarhléi, um kl. hálftvö, fer fram utandagskrárumræða um tillögur stjórnar ÁTVR um sölu á áfengi og tóbaki. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon en fjmrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða.

Borist hafa tilmæli um að þrjú fyrstu dagskrármálin, skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar 1996, skýrsla um norrænt samstarf og skýrsla Vestnorræna þingmannaráðsins, verði rædd saman, þannig að framsöguræður verði haldnar áður en orðið verður gefið laust.