Áfengis- og vímuvarnaráð

Mánudaginn 10. febrúar 1997, kl. 17:13:14 (3251)

1997-02-10 17:13:14# 121. lþ. 65.5 fundur 232. mál: #A áfengis- og vímuvarnaráð# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur

[17:13]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er enn út af fjármálunum og því sem kom fram hjá hæstv. ráðherra að ekki væri búist við að ráðið hæfi störf að fullu fyrr en í fyrsta lagi í nóvember og til ráðstöfunar í Forvarnasjóði væru 32 millj. kr. Þýðir þetta þá að allir þeir aðilar sem treyst hafa á úthlutun úr Forvarnasjóði á þessu ári, sem e.t.v. nú þegar hafa sent inn umsóknir sínar og ég bendi á að 93 umsóknir komu frá 48 aðilum á síðasta ári og fjárln. hefur þegar vísað ýmsum þeim sem sóttu um fjárstyrki til hennar í Forvarnasjóð, fái ekki úthlutun og um úthlutun úr Forvarnasjóði verði ekki að ræða fyrr en þetta ráð hefur tekið til starfa?

Vissulega tek ég undir það með hæstv. ráðherra að nauðsynlegt er að ríkisstjórnin og ráðuneytin séu öll að vinna í eina átt. En til þess að tryggja það eru tveir fundir ríkisstjórnar í viku hverri. Það ætti að duga til að samhæfa sjónarmið hennar. Mér finnst það ekki vera rök í málinu að það þurfi að samhæfa verk ríkisstjórnarinnar og að ráðuneytin skipi alla þessa fulltrúa og sveitarfélög eða félagasamtök fái ekki fleiri. Til þess hefur hæstv. ríkisstjórn tvo fundi í viku hverri og þykir ýmsum nóg um.