Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 13:34:46 (3266)

1997-02-11 13:34:46# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., JóhS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[13:34]

Jóhanna Sigurðardóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Á fundi iðnn. í gær kynnti meiri hluti nefndarinnar brtt. við frv. um Landsvirkjun sem koma að verulegu leyti til móts við sjónarmið 1. minni hluta og þær brtt. sem fluttar eru á þskj. 468, þ.e. að starfsemi Landsvirkjunar falli undir samkeppnislög og að Ríkisendurskoðun hafi eðlilega endurskoðunar- og eftirlitsmöguleika með Landsvirkjun. Því eru brtt. á þskj. 468 dregnar til baka.