Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 13:38:42 (3270)

1997-02-11 13:38:42# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., GÁS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[13:38]

Guðmundur Árni Stefánsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Vegna orða sem féllu hér af hálfu formanns iðnn., hv. þm. Stefáns Guðmundssonar, um meint nýtt samkomulag eignaraðila eða yfirlýsingar, þá hlýt ég að kalla eftir því --- enda á ég ekki sæti í iðnn. --- að menn geri grein fyrir því áður en til þessarar atkvæðagreiðslu kemur í hverju það er fólgið og hvað þetta trúnaðarmál sem svo er nefnt felur í sér. Ég spyr hvort það sé ætlunin að menn taki afstöðu til þessa máls hér við 2. umr. án þess að það sé yfirlýst. Ég kalla eindregið eftir því vegna þeirra orða sem hér hafa fallið, um að þingheimi sé gerð grein fyrir því í hverju þessi nýju viðhorf og yfirlýsing eru fólgin. Ég kalla eindregið eftir því, virðulegi forseti.