Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 13:39:33 (3271)

1997-02-11 13:39:33# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., SvG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[13:39]

Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé óhjákvæmilegt í tilefni af orðum hæstv. iðnrh. áðan að láta það koma fram að í iðnn. í gær kom fram að borgarstjórinn í Reykjavík lítur þannig á að bókunin sem gerð var breyti engu um innihald samkomulagsins og að samkomulagið gangi út á það að fyrst sé greiddur arður og svo sé verðið lækkað. Hæstv. ráðherra kaus hins vegar að búa til þessa bókun til þess að slá ryki í augu þingheims. Ég tek undir þá ósk hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar að þingfundi verði frestað á meðan þingmönnum í þingflokkunum eða annars staðar er kynnt efni þessa svokallaða samkomulags.