Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 13:40:35 (3272)

1997-02-11 13:40:35# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., HG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[13:40]

Hjörleifur Guttormsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér sýnist nokkuð erfitt að ganga til atkvæða um mál ef það hvílir leynd yfir efnisatriðum þess eins og hv. formaður iðnn. lýsir hér yfir, að það séu atriði sem tengjast þessu máli sem hvíli leynd yfir. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að það sé skýrt nánar áður en gengið er til atkvæða hvað það er sem leynd hvílir yfir þannig að þingmenn geti greitt atkvæði í ljósi skýrra efnisatriða en ekki á grundvelli gagna sem hugsanlega hafa ekki komið fram og ekki má sýna. Ég óska þess vegna eftir því að þetta verði skýrt áður en til atkvæðagreiðslu er gengið.