Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 13:41:48 (3273)

1997-02-11 13:41:48# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., StG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[13:41]

Stefán Guðmundsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Bara örstutt vegna þessa. Svo lengi lærir sem lifir, stendur einhvers staðar. Þetta er búið að vera mér mikil lesning að vinna að þessu máli og ekki síst síðustu daga hvernig með málið hefur verið farið. Ég vil aðeins segja það til skýringa vegna þess sem hér hefur komið fram að þessi yfirlýsing var afhent í þingnefndinni eins og ég sagði áðan. Sumir lögðu svo mikið á sig við að koma henni á framfæri við fjölmiðla. Meiningin var hins vegar ekki sú að koma henni til fjölmiðla. Henni var dreift til nefndarmanna til þess að þeim gæfist svigrúm til að kynna hana á þingflokksfundum sem hófust nokkrum klukkutímum eftir að þessari yfirlýsingu var dreift í iðnn. þingsins. Þetta er hið sanna í málinu. Og ég virði það og met það við þá nefndarmenn sem voru á fundinum og virtu þann trúnað sem ég sýndi þeim með þessu máli en ég hef hins vegar lært mikið í því hvernig á að starfa í nefndum hér eftir. Það vekur vissulega umhugsun hjá mér.