Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14:02:24 (3286)

1997-02-11 14:02:24# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., StB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:02]

Sturla Böðvarsson:

Hæstv. forseti. Meginverkefni á sviði orkumála er lækkun raforkuverðs til almennings og fyrirtækja í landinu. Það gerist einkum með þrenns konar hætti. Með hagkvæmum rekstri raforkufyrirtækjanna, með aukinni orkusölu og þar með aukinni nýtingu mannvirkja Landsvirkjunar og með hóflegri arðkröfu eigenda. Eigendur Landsvirkjunar hafa gert nýtt samkomulag. Með því er lýst þeim ásetningi að lækkun raforkuverðs verði forgangsverkefni, lækkun raforkuverðs komi á undan arðgreiðslukröfunni. Í ljósi þess samkomulags sem ég treysti er ég samþykkur frv.