Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14:05:40 (3289)

1997-02-11 14:05:40# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:05]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Eigendur Landsvirkjunar eru þrír, þ.e. ríkissjóður sem á 50%, Reykjavíkurborg sem á 45% og Akureyrarbær sem á 5%. Það er því alveg augljóst að einn eignaraðila, Alþingi Íslendinga, getur ekki ákveðið það einhliða hvernig á að verðleggja raforkuna frá Landsvirkjun. Það þarf samkomulag allra eigenda til þess og þetta samkomulag var undirritað í gær og hefur verið vitnað hér mjög í það. Það var undirritað af hæstv. iðnrh., borgarstjóranum í Reykjavík og bæjarstjóranum á Akureyri, skýrt samkomulag um hvernig á að standa að arðgreiðslum og gjaldskrármarkmiði. Á þessum fundi hefur verið vitnað í ummæli borgarstjóra á fundi iðnn. í gær og farið mjög rangt með hennar ummæli. Það vill nú svo til að ég skrifaði orðrétt niður hvernig hún svaraði því þegar hún var innt eftir hvaða augum hún liti þetta samkomulag. Þá sagði borgarstjóri orðrétt, með leyfi forseta: ,,Með sameiginlegri bókun er verið að hnykkja á því að verðlækkun á raforku gangi fyrir arðgreiðslumarkmiðum.`` Ég segi já.