Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14:08:22 (3291)

1997-02-11 14:08:22# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:08]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Í allri þessar umræðu virðist það hafa farið fram hjá mönnum að það er almenningur á Íslandi sem á Landsvirkjun. Það eru fulltrúar almannavaldsins, annars vegar ríkissjóður og hins vegar tvö sveitarfélög sem fara með þessa eignaraðild. Því hefur verið lýst yfir af hálfu þessara aðila, bæði borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar, að þessir eignaraðilar muni verja arði sínum ef einhver verður til hagsbóta fyrir almenning í þessum sveitarfélögum. Og ríkisvaldið hefur lýst því yfir að það muni verja sínum hluta arðsins til hagsbóta fyrir almenning á þeim svæðum sem liggja utan svæða þeirra eignaraðila sem ég nefndi hér áðan. Það eru um 30--35% þjóðarinnar sem munu njóta 50% af arðinum, þ.e. hluts ríkissjóðs í þessum arði. Þess vegna skil ég ekki hvernig fólk getur haldið því fram að það sé verið að hlunnfara almenning á Íslandi með þessari afgreiðslu og þá allra síst þá sem búa í hinum dreifðu byggðum. Ég segi já.