Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14:09:35 (3292)

1997-02-11 14:09:35# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., ÁMM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:09]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Ég lít svo á að með þessu samkomulagi sem hér hefur verið vitnað til hafi verið hrundið tilraunum borgarstjórnarmeirihluta R-listans til þess að ná til sín meiri fjármunum út úr Landsvirkjun heldur en að afkoma fyrirtækisins og eiginfjárframlög borgarinnar gefa tilefni til. Þar sem ég tel að Landsvirkjun muni eiga fullt í fangi með að greiða eðlilegan arð af því eiginfjárframlagi sem aðilarnir hafa lagt til fyrirtækisins þá tel ég að þessi breyting muni ekki hafa neina efnislega þýðingu og mun þess vegna greiða atkvæði með breytingunni.