Afgreiðsla frumvarps um Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14:35:47 (3308)

1997-02-11 14:35:47# 121. lþ. 66.96 fundur 183#B afgreiðsla frumvarps um Landsvirkjun# (um fundarstjórn), SvG
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:35]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Það rifjast upp fyrir mér núna að fyrir nokkrum vikum mótmælti forseti því að hér væri um að ræða það sem stundum er kallað framkvæmdarvaldsþing. þ.e. þing sem lætur undan kröfum ráðherranna. Ég get ekki skilið þá niðurstöðu sem hér er verið að komast að öðruvísi en svo að hér sé verið að halda framkvæmdarvaldsþing af því að það hafa engin rök komið fram úr þessum ræðustóli fyrir því að það sé nauðsynlegt að ljúka þessu máli. Hvaða rök eru fyrir því? Auðvitað er mér ljóst að stjórnarliðið getur ráðið þessu máli til lykta. En það hafa engin rök komið fram fyrir því að þessu máli verði að ljúka á þessum sólarhring. Ég skora á hæstv. forseta að greiða fyrir þingstörfum með því að svara þessum einföldu spurningum vegna þess að það að vitna í samkomulag sem gert var í gær breytir engu í þessu af því að það var tæknilegt samkomulag en ekki pólitískt samkomulag. (Gripið fram í.) Það var tæknilegt samkomulag, herra forseti, að því leyti að það var frá því gengið að 3. umr. um málið byrjaði kl. fimm í dag. Það varð niðurstaðan í gær. Hins vegar hefur því ekki verið svarað hvað liggur á. Kannski hv. þm. Vilhjálmur Egilsson, sem loksins sést í þingsölum, geri þingheimi og kjósendum sínum grein fyrir því hvað liggur á að ljúka þessu skattamáli á kaupendur raforku í Norðurl. v. eins og annars staðar.