Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 22:44:10 (3364)

1997-02-11 22:44:10# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[22:44]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir ákaflega skýr svör við mínum spurningum. Það er mjög þýðingarmikið að þessi skilningur hæstv. ráðherra liggi fyrir og ákaflega þýðingarmikið að það er að hans mati sameiginlegur skilningur aðila bókunarinnar.

Hæstv. iðnrh. vitnaði til þess að hann tæki undir þann skilning sem ég hefði haft á þessari bókun og þeirri túlkun sem ég hefði látið í ljós á þessari bókun og taldi að sú túlkun væri rétt. Ég get ekki annað en þakkað hæstv. iðnrh. fyrir þetta sjónarmið og fyrir staðfestingu á þessu máli sem er auðvitað mjög þýðingarmikil vegna þess að hún leiðir í ljós að það sem ég hélt fram hér í ræðu minni að væri hinn eðlilegi skilningur á bókuninni, þ.e. að arðgreiðslumarkmiðin væru víkjandi en taxtalækkunin ríkjandi markmið, væri hinn eðlilegi, sjálfsagði og rétti skilningur á þessari bókun. Þetta var það sem ég vildi fyrst og fremst fá fram og fagna þess vegna yfirlýsingu hæstv. ráðherra. (SvG: Hallelúja.)