Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 23:08:18 (3372)

1997-02-11 23:08:18# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[23:08]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg hárrétt sem hv. 15. þm. Reykv. las upp, en hann lagði enga áherslu á það sem hleypti þessu máli í nokkurt uppnám í kvöld en það er það sem borgarstjórinn sagði, að samkomulagið breytti í rauninni engu. Það vakti áhyggjur manna hér og leiddi til þess að menn fóru að líta betur ofan í allar skjóður málsins. Ég lít svo á að það sé með sama hætti rangt sem kom fram í máli borgarfulltrúans Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og hefur einnig verið lesið upp í kvöld þar sem borgarfulltrúin segir hið sama, að þetta samkomulag breyti engu. Það er grundvallarmisskilningur. Samkomulagið breytti málinu gersamlega. Og það var ekki bara eins og borgarfulltrúinn segði þetta til að þóknast einhverjum þingmönnum sem voru ekki vissir um að þetta væri gott samkomulag. Samkomulagið var gert til þess að leiða forsvarsmenn Reykjavíkurborgar af villu vegar í málinu.