Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 23:16:12 (3377)

1997-02-11 23:16:12# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[23:16]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Sá skilningur hv. þm. sem kom fram á því hvernig ákvörðun um arð yrði tekin er nákvæmlega áréttuð í þeirri bókun sem eignaraðilarnir urðu sammála um. Það er á ársfundi á hverju ári sem slík ákvörðun verður tekin. Og menn taka ekki ákvörðun um greiðslu arðs árið 1999 á ársfundi 1997, það er alveg klárt. Ég treysti undirskrift borgarstjórans í Reykjavík, og hef síður en svo ástæðu til að rengja, og þeim orðum sem hún lét falla á fundi iðnn. þar sem það er áréttað að með sameiginlegri bókun er verið að hnykkja á því að verðlækkun á raforku gangi fyrir arðgreiðslumarkmiðunum.