Viðræðuáætlanir

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 14:40:07 (3412)

1997-02-12 14:40:07# 121. lþ. 68.5 fundur 307. mál: #A viðræðuáætlanir# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur

[14:40]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég tel að samflot séu að mörgu leyti heppilegri og líklegri til árangurs fyrir verkalýðshreyfinguna en kjarasamningar í svo mörgum pörtum sem þeir eru nú. Hitt er svo aftur eðlilegt að þegar um samflot hefur verið að ræða í nokkurn tíma, þá vilji einstakir hópar þrýsta á um sérkjaraviðræður og það er akkúrat það sem er að gerast núna.

Ég er, herra forseti, nokkuð bjartsýnn á að innan fárra vikna fari að sjá allverulegan árangur í kjarasamningunum. Eftir því sem ég hef heyrt frá aðilum vinnumarkaðarins, þ.e. frá sáttasemjara, atvinnurekendum og síðast en ekki síst frá launamönnum, þá er ekki áberandi óánægja með viðræðuáætlanirnar heldur þvert á móti.