Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 14:51:50 (3416)

1997-02-12 14:51:50# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., TIO (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[14:51]

Tómas Ingi Olrich:

Virðulegi forseti. Eftir umræðu um frv. sem nú er verið að afgreiða og í ljósi þessarar brtt. á þskj. 599 þá liggur fyrir að þingmenn Alþb. eru reiðubúnir til að grípa inn í ákvarðanir fyrirtækis sem ríkið á að hálfu leyti með lagasetningu. Draga má í efa að slík lagasetning standist ákvæði stjórnarskrár Íslands. Yfirgangi Alþb. gagnvart þeim tveimur sveitarfélögum sem eiga í Landsvirkjun er hægt að afstýra með því að fella þessa brtt. Ég segi því nei.