Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 15:02:58 (3424)

1997-02-12 15:02:58# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[15:02]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að nota þetta tækifæri til að leiðrétta misskilning. Það eru ekki ríkisstjórnir, ekki einu sinni meirihlutaríkisstjórnir sem taka ákvörðun um arðgreiðslu ríkisfyrirtækja. Þær ákvarðanir tekur Alþingi við fjárlagagerð. Minnihlutastjórn Alþfl. fékk aldrei fjárlög afgreidd. Fjárlög voru hins vegar afgreidd af þeirri ríkisstjórn sem þá tók við sem m.a. Alþb. átti sæti í, og afgreiðslan var gerð að tillögu þeirrar ríkisstjórnar. Ég segi já.