Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 15:03:50 (3425)

1997-02-12 15:03:50# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., StG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[15:03]

Stefán Guðmundsson:

Virðulegi forseti. Þessi umræða hefur leitt í ljós að nú er staðfest af eigendum Landsvirkjunar að orkuverð á ekki að hækka eins og Alþb. heldur fram, heldur verður það óbreytt til ársins 2000 en lækkar þá um 2--3% á ári til ársins 2010 og arðgreiðslur verði víkjandi fyrir lækkun orkuverðs. Í janúar 1979 sat Alþb. í ríkisstjórn og hv. þm. Hjörleifur Guttormsson fór með iðnaðarmál og hv. þm. Svavar Gestsson fór með viðskiptamál í þeirri ríkisstjórn. Þá hófst umræða og undirbúningur að útgreiðslu arðs til eigenda Landsvirkjunar, en hann var fyrst greiddur út 23. nóvember sama ár. Það má því segja að það hafi nánast verið hlutskipti Alþfl. sem þá sat í minnihlutastjórn að vinna málinu framgang. Arður hefur síðan verið greiddur til eigenda árin 1985, 1988, 1989, 1990, 1991 og 1992 þannig að allir stjórnmálaflokkar hafa átt aðild að ríkisstjórn þegar arðgreiðslur hafa verið greiddar. Þannig sat Alþb. í ríkisstjórn 1979 þegar umræður um arðgreiðslurnar hófust og aftur 1989.

(Forseti (StB): Hvað segir þingmaðurinn?)

Ég er því sáttur við þetta mál, hæstv. forseti. Málið hefur fengið góða umfjöllun og er upplýst og að sjálfsögðu segi ég já.