Staða þjóðkirkjunnar

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 11:00:26 (3447)

1997-02-13 11:00:26# 121. lþ. 70.1 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[11:00]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að Alþingi geti á hverjum tíma tekið ákvarðanir á grundvelli stjórnarskárinnar og að hér sé ekki verið að gera neitt það sem bindur hendur Alþingis þannig séð. Á hinn bóginn erum við með þessari löggjöf að staðfesta þessa skipan og ég verð að segja það persónulega að ég er ekki sammála þeim sem telja að það eigi að rjúfa þetta stjórnskipulega samand ríkis og kirkju og hef fært fyrir því almenn rök. Ég veit að það eru uppi mismunandi sjónarmið einstaklinga í öllum stjórnmálaflokkum í þessu efni og afstaða manna fer ekki alfarið eftir því hvar þeir hafa skipað sér í stjórnmál í þessum efnum. En ég tel þess vegna að við eigum að framfylgja ákvæði stjórnarskrárinnar að þessu leyti en stíga þessi mjög veigamiklu skref í þá veru að gera kirkjuna sjálfstæða í eigin málefnum og fækka mjög verulega þeim þáttum þar sem framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið eru að hlutast til um innri mál kirkjunnar. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við eigum eftir að stíga frekari skref í þeim efnum til þess að ná endanlegu markmiði.