Staða þjóðkirkjunnar

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 11:03:08 (3449)

1997-02-13 11:03:08# 121. lþ. 70.1 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[11:03]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Kjarni málsins er sá að með þessu frv. erum við að gera kirkjuna sjálfstæðari. Við erum að færa verkefni frá ríkisvaldinu yfir til kirkjunnar og á þann veg í raun að minnka hin beinu daglegu tengsl og afskipti af málefnum kirkjunnar. En við höldum þjóðkirkjuskipulaginu og í stað jarðanna sem ríkið fær þá greiðir ríkið prestslaunin. Og vilji menn á einhverju stigi taka þau mál upp þá er það alveg sjálfstætt verkefni sem framtíðin ber í skauti sínu.