Staða þjóðkirkjunnar

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 11:17:29 (3456)

1997-02-13 11:17:29# 121. lþ. 70.1 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[11:17]

Mörður Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka dóms- og kirkjumrh. fyrir hans svör. Ég tel að það sem fram kom í ræðum hv. 19. þm. Reykv. og þess sem hér stendur hafi haft í för með sér mikilvægar yfirlýsingar af hálfu hæstv. dóms- og kirkjumrh., vegna þess að ég tel að hv. allshn. og þingheimur muni verða að skilgreina betur hvað felst í þessu samkomulagi. Það verður þá að bíða síðari tíma að fjalla um það á lögfræðilegan, málfræðilegan og á annan hátt hver munur sé á vörslu og eign jarða. En ég get ekki lýst því að ég hafi fullkomlega skilið röksemdafærslu hæstv. dóms- og kirkjumrh., sem einnig er lögfræðingur, á þessum mun og mun því leita frekari svara við honum síðar.