Meðferð yfirvalda á máli Hanes-hjónanna

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 14:01:16 (3487)

1997-02-13 14:01:16# 121. lþ. 70.96 fundur 189#B meðferð yfirvalda á máli Hanes-hjónanna# (umræður utan dagskrár), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[14:01]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Að gefnu tilefni telur forseti ráð að lesa viðkomandi grein þingskapa sem lýtur að þessari hálftíma umræðu. Þar segir:

,,Í allt að hálftíma á venjulegum fundartíma geta þingmenn fengið tekið fyrir mál utan dagskrár, hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurnar til ráðherra. Skal þá þingmaður bera fram við forseta ósk sína hér um eigi síðar en tveimur klukkustundum áður en þingfundur hefst. Í upphafi þingfundar skal forseti tilkynna hvaða mál fyrirhugað er að taka til umræðu utan dagskrár. Enginn má tala oftar en tvisvar um hvert mál, málshefjandi og viðkomandi ráðherra eigi lengur en fimm mínútur í fyrra sinn og eigi lengur en tvær mínútur í síðara sinn, en aðrir þingmenn og ráðherrar eigi lengur en tvær mínútur í senn.``

Með öðrum orðum, hér er ekkert um það rætt og ekki fyrirskrifað hver skuli ljúka slíkri umræðu. Að sönnu, eins og forseti gat um áður, hefur venjan verið sú að málshefjandi og síðan viðkomandi hæstv. ráðherra ljúki henni en það eru engar skrifaðar reglur til um það. Forseti fer auðvitað eftir þeim þingsköpum sem fyrirskrifuð eru.