Ríkisendurskoðun

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 14:41:46 (3494)

1997-02-13 14:41:46# 121. lþ. 70.11 fundur 262. mál: #A Ríkisendurskoðun# (heildarlög) frv., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[14:41]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er til umræðu frv. til laga um Ríkisendurskoðun og mér sýnist í fljótu bragði --- og ekki reyndar í fljótu bragði því frv. er búið að vera til umræðu innan þingflokkanna undanfarið ár --- að mjög vel hafi tekist til almennt varðandi þær breytingar sem lagðar eru til og því ætla ég ekki að fjölyrða um frv.

Það er aðeins eitt atriði sem ég vil spyrja hæstv. forseta Alþingis sem 1. flm. þessa máls. Það varðar málefni Landsvirkjunar sem mikið hafa verið til umræðu hér undanfarna daga, en þar var ég ásamt 1. minni hluta þeirrar skoðunar að tryggja þyrfti að Ríkisendurskoðun kæmi örugglega að þeirri stofnun --- Landsvirkjun. Endirinn í því máli varð sá að meiri hlutinn samþykkti bæði brtt. sem tryggði það að Ríkisendurskoðun gæti haft áhrif á hverjir yrðu endurskoðendur reikninga Landsvirkjunar en þar að auki er ákvæði í frhnál. meiri hluta iðnn. um að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir að því frv. sem nú er til umræðu verði breytt, þ.e. 9. gr. viðkomandi laga, þannig að það verði alveg tryggt að Ríkisendurskoðun verði heimilt að gera stjórnsýsluendurskoðun á Landsvirkjun. Þess vegna vil ég spyrja hæstv. forseta Alþingis og frsm. í málinu hvort ekki sé öruggt mál að þessi ábending fari inn í viðkomandi nefnd og tryggt verði að brtt. af þessum toga verði gerð við frv.