Málefni Silfurlax

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 15:34:02 (3524)

1997-02-17 15:34:02# 121. lþ. 71.1 fundur 195#B málefni Silfurlax# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[15:34]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég var ekkert að spyrja um hvaða áhrif þetta hefði á laxagengd, enda reiknaði ég ekki með að hæstv. fjmrh. vissi hvort það gengi mikill eða lítill lax í Dalaár vegna töku fisks í þessari stöð. (Gripið fram í: Hún minnkar.) Það má vel vera. En ég var aðeins að spyrja vegna orðaskipta okkar og það er kannski ekki von að það sé ferskt í minni hæstv. fjmrh. Þetta er mjög ferskt í mínu minni því ég velti því mjög fyrir mér þegar ég greiddi atkvæði mitt að þetta væri gert á þann hátt sem hæstv. ráðherra lýsti. En ég ætla mér að fylgjast með þessu máli alveg til enda. Bæði er að þetta skiptir miklu máli fyrir atvinnulíf og síðan skiptir það ekki síður miklu máli fyrir ríkissjóð hvort þessi 50 millj. kr. ábyrgð fellur á ríkið. En ég læt mér þetta nægja og vonast til þess að ég, og þá aðrir þingmenn, fái í svarbréfi nánari skýringar á hver staðan er.