Vegáætlun 1997 og 1998

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 17:41:34 (3563)

1997-02-17 17:41:34# 121. lþ. 71.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997-2000# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[17:41]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Kristjáni Pálssyni að gert var ráð fyrir að farið yrði í framkvæmd við gatnamót Breiðholtsbrautar við Reykjanesbrautar á tímabilinu. En þar sem niðurskurður hefur orðið mikill miðað við þá áætlun sem gildandi er og niðurskurður er þó nokkur miðað við það sem gert var ráð fyrir, þá er það mat borgarverkfræðings að þessi framkvæmd muni líklega detta út af áætluninni á þessu tímabili nema gripið yrði til einhverra ráðstafana. Ég treysti hv. þm. Kristjáni Pálssyni fyllilega til að beita sér í því máli þannig að ekki þurfi að koma til þess að framkvæmdirnar detti út af áætluninni. Ég vonast til að hann leggi því lið, svo ekki komi til þess.