Flugmálaáætlun 1997

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 19:35:20 (3606)

1997-02-17 19:35:20# 121. lþ. 71.13 fundur 257. mál: #A flugmálaáætlun 1997# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[19:35]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt flugmálaáætlun eins og hún var samþykkt á sl. vori er gert ráð fyrir 117 millj. kr. til Reykjavíkurflugvallar (Gripið fram í: 127.) 117 til endurnýjunar slitlags, svo rétt sé með farið. Það gefur auðvitað auga leið að þetta hrekkur skammt í 1,3 milljarða, eins og flugráð talar um að þurfi til að vinna verkið, en nauðsynlegt er að það verði unnið á tveimur til þremur árum. Eins og ég sagði áðan líka, þá var ákvörðun um frestun á framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll tekin fyrir átta árum, á árunum 1988--1989, og ef flugráð væri sjálfu sér samkvæmt hefði það að sjálfsögðu mótmælt því að ráðist yrði í Egilsstaðaflugvöll á sínum tíma og óskað eftir því að Reykjavíkurflugvöllur yrði látinn sitja fyrir ef flugráð hefði séð fram á að flugvöllurinn yrði hættulegur á því herrans ári 1996 eða 1997, sem ég hygg að flugráð hafi alls ekki séð fyrir.