Flugmálaáætlun 1997

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 19:36:38 (3607)

1997-02-17 19:36:38# 121. lþ. 71.13 fundur 257. mál: #A flugmálaáætlun 1997# þál., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[19:36]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað merkilegt hafi ég skilið hæstv. ráðherra rétt að hann lýsir því yfir að trúnaðarmenn hans í flugráði séu ekki sjálfu sér samkvæmir. Ég skildi orð hans þannig. Mér þykir það miður að trúnaðarsambandið við þá menn, milli hæstv. samgrh. og flugráðs, sé ekki betra en þetta. En kjarni málsins er sá: Það er verið að vega að samgöngumálum í Reykjavík, bæði varðandi Ártúnsbrekkuna og Reykjavíkurflugvöll. Hverjir eru að gera það? Það eru sjálfstæðismenn. Það er hv. þm. Kristján Pálsson sem lýsir því yfir skýrt og skorinort að það sé einungis tímaspursmál hvenær Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Hæstv. samgrh. hefur ekki komið hingað til að mótmæla því, ekki enn þá a.m.k. en hann á seinni ræðu sína eftir. Þá vænti ég þess að hann taki af öll tvímæli um að hv. þm. Kristján Pálsson sé að tala fyrir sinn munn eingöngu en með engum hætti fyrir munn Sjálfstfl.