Réttindi sjúklinga

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 14:56:10 (3628)

1997-02-18 14:56:10# 121. lþ. 72.8 fundur 260. mál: #A réttindi sjúklinga# frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[14:56]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tel mig nú hafa talað jákvætt um þetta mál þó svo ég hafi bent á ýmis atriði sem ég teldi að þyrfti að skoða betur í nefndinni. Vissulega mun ég leggja mitt af mörkum til að þess að þetta frv. komist í gegnum þingið og verði að lögum. En engu að síður tel ég að það þurfi að gera ýmsar breytingar á því og ætla ekkert að láta það tefja málið þó það þurfi að gera breytingar á öðrum lögum til að auka réttindi sjúklinga eða aðstandenda sjúkra. En engu að síður tel ég fulla ástæðu til þess við þessa umræðu bæði að benda á það sem hefur kannski ekki farið sem best og það sem má betur fara í öðrum lögum. En ég mun koma að þessu máli eins og aðrir nefndarmenn í hv. heilbr.- og trn. þegar málið kemur þangað. Og ég vil ítreka að ég tel að við eigum að fara yfir niðurstöðu nefndar um forgangsröðun áður en þetta mál verður afgreitt á þinginu því að ég tel að þar séu atriði sem við þyrftum að skoða með þessu frv.