Réttindi sjúklinga

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 16:35:34 (3641)

1997-02-18 16:35:34# 121. lþ. 72.8 fundur 260. mál: #A réttindi sjúklinga# frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[16:35]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég mun hafa þetta stutt. Ég þakka hæstv. heilbrrh. fyrir þessa yfirferð. Mig langar aðeins vegna þeirra athugasemda sem hún gerði að umtalsefni og ég gerði við 3. gr. frv. um að í 1. mgr. þar sem segir: ,,Tryggja skal sjúklingum sem sambærilegasta heilbrigðisþjónustu``. Að þar sé átt við aðgengi. Er þá ekki hreinlegra að segja það í lagagreininni því að annars gæti setningin valdið misskilningi. Væri þá hægt að setja inn: Tryggja skal sjúklingum sem sambærilegast aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það væri þá alveg skýrt hvað við er átt með þessari málsgrein. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort það væri ekki hreinlegra.